Fyrri leik KA og Þróttar Nes í mfl. kvenna lauk með sigri Þróttar 3-0. Þróttarstúlkur voru með örugga forystu alla fyrstu hrinuna og unnu hana 25:11. Önnur hrinan var jafnari framan af en þegar staðan var 14:12 Þrótti í vil fór Sigríður Sævarsdóttir í uppgjöf og kom Þrótti í stöðuna 24:12 en lokatölur hrinunnar urðu 25:14. Þróttur átti þriðju hrinuna - María Karlsdóttir átti góðar uppgjafir og breytti stöðunni úr 7-3 í 15-3 og lagði grunninn að öruggum sigri 25-7. Stigahæstar í liði KA voru Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Hrefna Brynjólfsdóttir, Jóhanna K. Kristjánsdóttir og Unnur Árnadóttir með 3 stig hver. Í liði Þróttar Nes var Sæunn Skúladóttir með 12 stig og María Karlsdóttir með 11 stig.