Tap gegn Þrótti Nes í kvöld

Fyrirfram var búist við þungum róðri hjá konunum okkar þar sem Þróttur Nes er í harðri baráttu um efsta sæti deildarinnar. Sú varð raunin þar sem leikurinn fór 3-0 fyrir gestgjöfunum. Erfiðlega gekk að taka á móti sterkum uppgjöfum Þróttara og gerði það sóknarleiknum erfitt fyrir. Hrinunum lauk 25-10, 25-13 og 25-14.

KA liðið er að stórum hluta byggt upp af ungum og efnilegum leikmönnum sem margar hverjar eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og eiga því framtíðina fyrir sér. Næsti leikur liðsins er klukkan 19:30 á föstudaginn í KA heimilinu gegn Þrótti Reykjavík. Liðin eru jöfn í 6.-7. sæti deildarinnar og má því búast við hörkuleik sem við viljum hvetja alla til að mæta á og styðja kvennaliðið okkar til sigurs!