Strákarnir áfram í bikarnum með fullt hús stiga

Karlalið KA 2014
Karlalið KA 2014

Um síðustu helgi fór undankeppni BLÍ fram í Neskaupsstað. Strákarnir okkar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki 2-0 og fóru því áfram í úrslitin með fullt hús stiga. Auk KA voru það lið HK, Þróttar Nes og Stjörnunnar sem fóru áfram

Í kvennaflokki fóru lið Aftureldingar, HK, Þróttar Nes og Stjörnunnar áfram. Litlu munaði að KA stúlkur næðu í fjórða sætið í úrslitunum en þær töpuðu 2-1 fyrir Þrótt Nes og fóru hrinurnar 26:24, 24:26 og 17:15 svo tæpara gat það ekki verið.