Stjarnan hirti stig dagsins

Úr leik KA og Stjörnunnar í dag
Úr leik KA og Stjörnunnar í dag

KA menn náðu sér ekki á strik gegn Stjörnunni í dag og töpuðu leiknum 1-3. Mistök voru einkennandi fyrir fyrstu hrinuna en Stjarnan hafði þó undirtökin nánast allan tímann og vann hana 25:21. Ævarr Freyr meiddist í lok hrinunnar og spilaði ekki meira. Stjörnumenn tóku KA menn auðveldlega í annarri hrinunni en hún fór 25:13. Í þriðju hrinunni settist Filip á bekkinn og setti Valþór inn á í uppspilið. KA menn voru yfir nær allan tímann. Stjarnan náði þó að jafna í stöðunni 19:19 en KA menn rifu sig þá upp aftur og náðu að vinna hrinuna 25:22. Fjórða hrinan var jöfn og spennandi en í lokin seig Stjarnan fram úr og vann hrinuna 25:20 og þar með leikinn 3-1. Stigahæstir í KA voru Gunnar Pálmi Hannesson og Piotr Kempisty með 19 stig og mistök þeirra gáfu Stjörnunni 42 stig. Stigahæstir í Stjörnunni voru Róbert Hlöðversson með 21 stig og Kristófer Ólason Proppé með 15 stig þeirra mistök gáfu KA 23 stig.