Kvennalið KA og Stjörnunnar spiluðu tvo leiki um helgina. Fyrri leikurinn fór fram á föstudagskvöld og sá síðari á laugardag. Stjarnan sigraði 3-0 báðum leikjunum. Í fyrri leiknum fóru hrinurnar 25-18, 25-17 og 25-14 og var Þuríður Þorsteinsdóttir stigahæst hjá KA með 6 stig og Ásthildur Gunnarsdóttir í Stjörnunni með 12 stig. Í síðari leiknum fóru hrinurnar 25-15, 25-12 og 25-12 og voru stigahæstar hjá KA þær Friðrika Marteinsdóttir og Harpa María Benediktsdóttir með 5 stig hvor en hjá Stjörnunni voru það Nicole Hanna Jóhansen með 11 stig og Ásthildur Gunnarsdóttir með 9 stig.
KA stúlkur hafa átt á brattann að sækja í vetur en þótt ekki hafi unnist sigur í leikjum helgarinnar áttu þær mun betri leik en oft áður og vonandi gefur það tóninn fyrir framhaldið.
Hér er hægt að skoða myndir Þóris Tryggvasonar frá föstudagsleiknum.