Stelpurnar komnar í undanúrslit í Bridgestone bikarnum

KA liðin átti misjöfnu gengi að fagna í Bridgestone bikarnum nú um helgina. Kvennaliðið vann alla sína leiki og komst þar með í undanúrslit keppninnar. Karlaliðið vann einn leik en tapaði illa fyrir Stjörnunni og HK og þarf því að spila seinna um þau tvö sæti sem enn eru laus.
Bikarkeppnin er all flókið fyrirbæri hjá blakmönnum og lið fá endalausa sénsa á að koma sér í undanúrslit. Fyrst er leikið í tveimur riðlum og þau lið sem sigra þá fara beint í undanúrslitin. Þessir leikir fóru einmitt fram í Fylkishöllinni nú um helgina. Öll hin liðin, sem ekki komast beint áfram, spila síðar í einum riðli og þar fara tvö efstu liðin áfram í undanúrslit. Þar með eru komin fjögur lið sem berjast um bikarinn í Laugardagshöllinni um miðjan mars.

KA-stelpurnar rúlluðu upp Skautunum og Þrótti Reykjavík áður en þær mættu Íslandsmeisturum HK. Sá leikur skar úr um sigur í riðlinum. KA vann 2-1 eftir æsispennandi oddahrinu sem endaði 17-15.
Annars urðu úrslit kvennaliðsins þessi:
KA-Skautar     2-0  (25-6, 25-13)
KA-Þróttur      2-0  (25-8, 25-14)
KA-HK            2-1  (25-21, 17-25, 17-15)
Hitt liðið sem tryggði sig í undanúrslit var Þróttur Neskaupsstað.

Strákarnir sendu sjö menn suður og vantaði mikla stólpa í liðið. Hilmar, Daníel og Árni voru allir fjarri góðu gamni og munar um minna. Liðið náði sér aldrei á strik eins og sjá má á úrslitunum:
KA-Þróttur N    2-1  (18-25, 25-22, 15-13)
KA-Stjarnan     0-2  (20-25, 20-25)
KA-HK              0-2  (18-25, 14-25)
Stjarnan og Þróttur R tryggðu sig í undanúrslitin en KA ætti að komast í gegnum seinni riðlakeppnina. Hún verður leikin á Akureyri eftir áramót.