Þjálfarar U19 landsliðanna hafa valið í lokahópa fyrir NEVZA mótið í Ikast í Danmörku sem fram fer 14. - 16. október n.k. Eins og oft áður á KA marga fulltrúa í þeim hópi.
Filip Szewczyk er þjálfari piltalandsliðsins og valdi hann fimm pilta úr KA í lokahópinn. Þeir sem urðu fyrir valinu eru Benedikt Rúnar Valtýsson, Gunnar Pálmi Hannesson, Sævar Karl Randversson, Valþór Ingi Karlsson og Ævarr Freyr Birgisson. Filip hefur þjálfað þessa pilta í mörg ár hjá KA og náð frábærum árangri með þá.
Þjálfarar stúlknalandsliðsins eru þau Natalia Ravva og Danielle Capriotti og völdu þau tvær stúlkur úr KA í liðið. Þær sem urðu fyrir valinu eru þær Ásta Lilja Harðardóttir og Harpa María Benediktsdóttir.
Þessir krakkar eru vel að þessu vali komin og óskum við þeim til hamingju með það.