09.05.2007
Einn leikur fór fram í 2.flokki drengja fyrir norðan. KA og HK áttust við og unnu KA menn frækinn sigur í leiknum, 3-2. Þetta er önnur viðureign liðanna í fjórfaldri umferð en KA menn unnu einmitt fyrri leikinn einnig 3-2. Liðin eigast næst við á Akureyri 10. mars og lokaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn verður 1. apríl.