Kvennaliðið okkar spilaði tvo leiki um helgina. Fyrri leikurinn var við Fylki í Fylkishöllinni á föstudagskvöld. KA sigraði 3-0 í þeim leik (25-21, 25-15, 25-19). Stigahæstu leikmenn KA voru þær Hulda Elma með 10 stig, Unnur með 9 og Arnrún Eik 7. Hjá Fylki voru það þær Rachel og Hulda með 8 stig hvor.
Seinni leikurinn var við Aftureldingu og fór hann fram að Varmá á laugardaginn. Afturelding sigraði í þeim leik 3-0 (25-15, 25-20, 25-20). Ekki liggja fyrir réttar tölur um stigaskorið í þeim leik.
KA-konur hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og eru nú í 4. sæti deildarinnar og verður spennandi að fylgjast með þeim eftir jólafrí.