Sigur og tap hjá kvennaliðinu

Kvennalið KA lék tvo leiki á útivelli um helgina.

Fyrri leikurinn var við HK og sigraði HK 3-0 (25-16, 25-20, 25-20). Stigahæsta hjá KA voru Ásta Lilja með 8 stig og Alda Ólína og Birna með 4 stig hvor. Hjá HK voru það Elísabet Einars með 22 stig, Fríða Sigurðar með 12 og Laufey Björg Sigmunds með 10. 

Seinni leikurinn var við UMFG og fór fram í Grundarfirði. KA sigraði 3-0 (25-17, 25-21, 25-21). Stigahæstar í liði KA voru Alda Ólína með 11 stig og Unnur og Birna með 9 stig hvor. Hjá UMFG voru það þær Katrín Sara Reyes með 12 stig, Eva Kristín Kristjáns og Svana Björk Steinars með 6 stig hvor.

Nánari upplýsingar um gang leikjanna má finna á http://www.bli.is/is/mizunodeild-kvenna