Bæði karla- og kvennalið KA léku við Aftureldingu í gærkvöldi.
Eitthvað gekk ferðin suður hægt og litlu mátti muna að karlaliðið kæmi of seint í sinn leik. Strákarnir stukku krumpaðir úr rútunni og nánast beint í leik sem hafði áhrif á leik þeirra í byrjun og töpuðu þeir fyrstu hrinunni 18:25. Eftir þá hrinu var upphitun þeirra lokið og tóku þeir næstu þrjár hrinurnar 25:13, 25:21 og 25:23 og þar með leikinn 3:1. Stigahæstir KA manna voru þeir Piotr Kempisty með 22 stig og Ævarr Freyr Birgisson með 17 stig. Hjá Aftureldingu voru það þeir Emile Gauvrit með 7 stig og Björgvin Már Vigfússon og Sebastian Sævarsson Meyer með 5 stig hvor.
Stelpurnar léku við Aftureldingu og sigraði Afturelding 3:0 (25:14, 25:12 og 25:7). Þrátt fyrir tap þá áttu stelpurnar mjög góða spretti. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Fjóla Rut Svavarsdóttir með 12 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 9 stig. Í liði KA var stigahæst Sunna Valdimarsdóttir með 3 stig.