KA lagði Þrótt R/Fylki 3 0 í báðum leikjum helgarinnar í Mizuno deild karla, 25-20, 25-19 og 25-22 á föstudagskvöld og 25-12, 25-17 og 25-18 á laugardag. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og fengu allir liðsmenn þeirra að spreyta sig. Mikil baráttuandi var hjá gestunum sem dugði þeim ekki að þessu sinni. Stigahæstur KAmanna á föstudag var Hristiyan Dimitrov með 11 stig en Sergej Diatlovic var stigahæstur gestanna með 13. Á laugardag var Piotr Kempisty stigahæstur KAmanna með 14 stig og Stefán Jónsson skoraði 4 fyrir gestina og þeirra stigahæstur.