Fjögur landslið héldu til Ítalíu í gær þar sem þau verða við æfingar og keppni næstu daga. KA á sex fulltrúa í þessum liðum. Þetta sýnir vel hversu öflugt starf Blakdeildar KA er.
A-landslið kvenna tekur þátt í Pasqual Challenge þar sem það leikur við lið San Marino, Liechtenstein og ítlaskt félagslið. Fulltrúar KA eru þær Alda Ólína Arnarsdóttir og Hildur Davíðsdóttir.
U-16 og U-18 kvenna taka þátt í Easter Volley mótinu í Ancona og eru um 100 lið sem taka þátt í mörgum aldursflokkum. Fulltrúar KA eru Sólrún Hulda Sigtryggsdóttir í U-16 og Arnrún Eik Guðmundsdóttir og Unnur Árnadóttir í U-18.
U-17 drengjaliðið tekur þátt í Eurocamp-móti í Cesenatico þar sem um 150 lið af báðum kynjum og í ýmsum aldursflokkum taka þátt. Fulltrúi KA er Hristiyan Dimitrov.
Fulltrúi okkar í fararstjórn er Ósk Jórunn Árnadóttir.
Við óskum þeim til hamingju með að vera hluti af landsliðum Íslands og sendum þeim baráttukveðjur!