Risaleikur hjá stelpunum á miðvikudaginn

Hörkuleikur framundan! (mynd: Þórir Tryggva)
Hörkuleikur framundan! (mynd: Þórir Tryggva)

Þeir gerast ekki mikið stærri leikirnir í blakinu en leikur KA og HK í Mizunodeild kvenna í KA-Heimilinu á morgun, miðvikudag, klukkan 20:15. Liðin börðust um alla titlana í fyrra og léku meðal annars hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Eins og frægt er orðið vann KA alla titlana og stelpurnar hafa byrjað tímabilið frábærlega í vetur og eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina. HK hefur hinsvegar hikstað aðeins og er með 7 stig eftir fyrstu fimm leiki sína og ljóst að Kópavogsliðið mun mæta af fullum krafti í leik morgundagsins.

Þetta er einn af lykilleikjunum fyrir KA liðið í átt að því markmiði að verja Deildarmeistaratitilinn og klárt að við þurfum á öllum þeim stuðning sem í boði er til að sækja mikilvægan sigur.

Fyrir þá sem komast ómögulega á leikinn verður hann í beinni útsendingu á KA-TV og er hægt að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan: