KA menn unnu leikinn gegn HK 3-0 (25-21) (25-20) (25-21). Með sigrinum komst KA upp fyrir Stjörnuna í 2. sæti deildarinnar með 22 stig og á góða möguleika á að ná silfurverðlaunum í deildarkeppninni í ár. Liðið þarf að vinna 2 hrinur gegn Þrótti í síðustu leikjum keppninnar til að tryggja silfrið.
Fyrsta hrinan var jöfn lengi framan af en KA menn sigu framúr í restina og sigurinn virstist í raun aldrei í hættu þrátt fyrr að hrinan endaði 25-22. HK menn börðust vel í vörinni og nokkuð var um mistök hjá KA mönnum. Í annarri hrinunni spiluðu KA menn glimrandi vel lengi framan af og komust í stöðuna 22-15. Þá tóku HK menn góða kipp og höluðu inn 4 stig í röð en það dugði ekki til og KA kláraði hrinuna 25-20. Þriðja hrinan var keimlík þeirri annarri. KA menn sigu fram úr í rólegheitunum, sýndu of glæslilegt blak með góðum hávörnum, lágvörnum og skemmtilegum sóknum. Niðurstaðan varð nokkuð örggur sigur 25-21.
KA liðið spilaði töluvert betur í þessum leik en í fyrri leik liðanna. Greinilegt er að Davíð Búi Halldórsson gefur liðinu ákveðna kjölfestu sem liðinu hefur oft á tíðum vantað í vetur og gefur það góð fyrirheit um fyrir framhaldið um næstu helgi. Marek notaði tækifærið og nýtti leikina til að prófa ýmsar uppstillingar og nota nokkra af yngri leikmönnum liðsins m.a. Sigurbjörn Friðgeirsson og Daniel Sveinsson og stóðu þeir sig vel. KA liðið er loks komið í þá stöðu að eiga skiptimenn í nánast allar stöður á vellinum og er það styrkleiki sem gæti ráðið úrslitum þegar komið er í baráttuna um tittlana í vetur. Liðið gerir þó ennþá of mikið af mistökum sem verður að laga fyrir bikarúrslitaleikina um næstu helgi ef liðið á að eiga möguleika á góðum árangri. Einnig virðist stundum vanta meiri baráttuanda í liðið en þó er erfitt að dæma það af þessum leik þar sem ekki reyndi verulega á liðið.
Stigahæstir í liði HK voru Brynjar Pétursson með 10 stig og Kolbeinn Baldursson með 9 stig.
Í liði KA manna var Piotr Kempisty stigahæstur með 14 stig og næstur honum kom Davíð Búi Halldórsson með 10 stig. Piotr er ennþá stigahæsti leikmaður Íslandsmótisins með 148 stig skoruð en má vara sig á Masayuki Takahashi í Þrótti Reykjavík sem er næst stigahstur með 134 sig og á einn leik til góða. KA á eftir að spila 2 leiki við Þrótt Reykjavík og eru það síðustu leikirnir í deildarkeppninni. Leikirnir verða 20. og 21. mars í Reykjavík.
Skrifað 9. mars 2009 kl. 9.37 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|