Naumt tap í Digranesi

Í karlaflokki börðust KA og HK í æsispennandi leik í Digranesi. KA vann fyrstu hrinuna og HK aðra hrinu. KA sigraði þriðju hrinu og var vel yfir í fjórðu hrinunni og ætluðu sér sigur í leiknum. En þá small HK liðið í gír, náði að vinna upp forskot KA manna og vinna hrinuna 25-22. HK var sterkara í oddahrinunni og sigraði 15-9 og þar með leikinn. Þeir leiða því einvígið 1-0 en tvo sigra þarf til að komast áfram.Kvennalið KA mætti Þrótti Reykjavík í Reykjavík en Þróttur sigraði þann leik örugglega 3-0.