Mikið blak framundan hjá liðum KA

Eins og flestum ætti að vera kunnugt eru karla- og kvennalið KA nú á lokaspretti Íslandsmótsins, sjálfri úrslitakeppninni. Karlarnir unnu Þrótt 3-0 á miðvikudag og 3-1 á föstudag í nokkuð strembnum leikjum og tryggðu sér rétt á að leika til úrslita gegn HK. Fyrsti leikur í þeirri rimmu verður í KA-heimilinu kl 19:30 á fimmtudagskvöldið. Leikur nr. tvö verður í Digranesi á laugardaginn kl 15:30. Vinna þarf tvo leiki til að verða Íslandsmeistari og má alveg reikna með að það þurfi oddaleik. Ef svo fer mun hann verða leikinn í KA-heimilinu kl 19:30 á mánudagskvöld.
Kvennaliðið spilar tvöfalda umferð gegn HK, Þrótti Nes og Fylki. Fyrsti leikurinn gegn Þrótti fór 0-3 og næsti leikur verður gegn HK í Digranesi á laugardaginn kl 13:30. Bæði liðin munu því spila við HK á laugardaginn og eru stuðningsmenn KA á höfuðborgarsvæðinu hvattir til að koma á leikina og styðja sín lið.