Margir blakmenn heiðraðir á afmælishófi KA

F.v. Jason Ívarsson fulltrúi BLÍ, Davíð Búi, Sigurður Arnar, Gunni og Haukur.
F.v. Jason Ívarsson fulltrúi BLÍ, Davíð Búi, Sigurður Arnar, Gunni og Haukur.
Á afmælishátið KA um síðustu helgi voru nokkrir blakarar sæmdir heiðursmerkjum KA og BLÍ. Hinn óþreytandi Hr. Blak eða bara Sigurður Arnar Ólafsson eins og við þekkjum hann, fékk gullmerki BLÍ fyrir sinn þátt í grasrótar-og útbreiðslustarfi íþróttarinnar. Þrír KA-menn fengu silfurmerki BLÍ, þeir Davíð Búi Halldórsson, Gunnar Garðarsson og Haukur Valtýsson. Heimasíðan óskar þeim kumpánum til hamingju.