Það er öllum íþróttafélögum dýrmætt að hafa góða styrktaraðila. Á dögunum var undirritaður samningur á milli Landsbankans og Blakdeildar KA. Landsbankinn er þar með orðinn einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar næstu tvö árin og kann Blakdeildin Landsbankanum bestu þakkir fyrir stuðninginn.