Kvennaliðið okkar lék við Þrótt R í 8 liða úrslitum Bikarkeppni BLÍ. Þær mættu ákveðnar til leiks og ljóst að þær ætluðu sér sigur og urðu lokatölur 3 - 0 (25:21, 25:22 og 25:14). Stigahæstar í liði KA var Birna Baldursdóttir með 15 stig, en í liði Þróttara var stigahæst Sunna Þrastardóttir með 7 stig. Mikil stemmning var á leiknum - jafnt innan sem utan vallar og fátt jafnskemmtilegt og að fylgjast með blakleik þegar þannig er.
Það er því ljóst að KA mun eiga lið bæði í karla- og kvennaflokki í undanúrslitum Bikarkeppni BLÍ og fara þau fram í Laugardagshöllinni laugardaginn 19. mars og svo eru úrslitaleikirnir 20. mars. Við hvetjum fólk því til að taka helgina frá og mæta!