Kvennalið KA vann Völsung í hörkuleik

Kvennalið KA heimsótti Völsung á fimmtudaginn var í 2. deild kvenna norðurriðli. Skemmst er frá því að segja að KA liðið átti frábæran leik gegn sterku liði Völsunga og vann leikinn 2-1. (32-30,21-25,10-15).

Fyrsta hrinan var æsispennandi en Völsungar höfðu betur að lokum 32-30. Eftir það tóku KA stelpurnar öll völd og unnu næstu 2 hrinur nokkuð örugglega 21-25 og 10-15 og fyrsti sigur liðsins í vetur staðreynd.

Lið KA er allt skipað leikmönnum 19 ára eða yngri og er liðið mjög ung en jafnframt efnilegt. Liðið vann einungis einn leik í 2. deildinni í fyrra en leikurinn á Húsavík sýnir að liði er að styrkjast mikið því Völsungur er með hörku blaklið sem er sem stendur í 2 sæti í 2. deild norður. Marek Bernat þjálfari KA er greinilega á réttri leið með liðið. Allt KA liði spilaði glimrandi vel í leiknum og hefur þessi hópur ekki spilað betri leik. Vonandi eflir sigurinn sjálfstraust liðsins og eflir það til frekari dáða.

Mikil gróska er í neðri deildunum í blaki kvenna en 21 lið spila í 4 riðlum í annarri deild og 23 lið í 4 riðlum í 3. deild.  Sjá nánar á www.bli.is

2.d.kv.Norður 2009
Meistaraflokkur kvenna
Skrifað 5. desember 2008 kl. 11.25

 

 

Nr. Félag Leik U T Hrinur Skor Nettó Stig
1. Skautar A 3 3 0 6: 1 160: 140 20 6
2. Völsungur 4 2 2 6: 5 216: 217 -1 6
3. Eik 3 2 1 5: 2 155: 109 46 5
4. KA 4 1 3 3: 7 199: 224 -25 3
5. KA-Freyjur A 4 1 3 2: 7 169: 209 -40 2