Kvennalið KA lagði Þrótt R

Kvennalið KA 2015-2016        Mynd: Harpa Ævarrsd.
Kvennalið KA 2015-2016 Mynd: Harpa Ævarrsd.

KA og Þróttur R áttust við í Mizuno deild kvenna um helgina.  Fyrsta hrinan var jöfn og spennandi og lauk með sigri heimamanna 25 – 21.  Aðra og þriðju hrinu  unnu þær svo nokkuð örugglega, 25-15 og 25-20, og  fengu margir leikmenn að spreyta sig.  Stigahæstar Þróttara voru Sunna Þrastardóttir með 12 stig og Brynja Guðjónsdóttir með 4 stig.  Í liði KA var  Birna Baldursdóttir stigahæst með 11 stig, Unnur Árnadóttir var með 10 stig og Hulda Elma Eysteinsdóttir með 9 stig.  Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og einkenndist af mikilli baráttu beggja liða. 

Með þessum sigri er kvennaliðið komið í 4. sæti deildarinnar!