Kvennalið KA tók á móti HK í Mizuno-deildinni um helgina.
Í fyrstu hrinu byrjuðu HK stelpurnar af meiri krafti og komust í 9 3. Um miðja hrinu tók KA sprett og komust í 15 12. Hrinan endaði svo 25 -16 HK í vil.
Önnur hrina var nokkuð jöfn framan af. HK stelpurnar skriðu svo framúr þeim en leikurinn hélst spennandi alla hrinuna og endaði með því að HK vann 25 21.
Í þriðju hrinu byrjaði KA vel og komust í 6 0. HK stelpur náðu að jafna og hrinan hélst jöfn og spennandi þar til í lokin. Hrinan endaði 25 19 fyrir HK.
Stigahæstar í liði KA voru Unnur Árnadóttir, Alda Ólína Arnarsdóttir og Arnrún Eik Guðmundsdóttir, allar með 7 stig hver. Í HK liðinu voru þar stigahæstar Fríða Sigurðardóttir með 10 stig og Laufey Björk Sigmundsdóttir með 9 stig.
Kvennaliðið hefur verið á mikilli uppleið í vetur og hefur það styrkt liðið mikið að eldri og reyndari leikmenn komu inn. Í þessum leik voru hins vegar þrjár þeirra, þær Helga Guðrún, Birna og Elma, meiddar og voru það því ungu leikmennirnir sem sýndu í þessum leik hvað í þeim býr og að þær ætla sér langt. Eftir leikinn er KA í 5. sæti deildarinnar með 11 stig en HK í 2. sæti með 23 stig.