Komdu í blak! Frítt að prófa

Blakdeild KA býður öllum að koma og prófa blak út febrúar. Mikil gróska er í blakinu hjá KA um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið félagsins eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar og um að gera að prófa þessa mögnuðu íþrótt.

Athugið að nokkrar breytingar hafa orðið á æfingatöflunni sem má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Blakdeild æfir bæði í KA-Heimilinu og Naustaskóla, hlökkum til að sjá ykkur!