Karlarnir okkar eru efstir í deildinni með 19 stig eftir 8 leiki, einu stigi á undan HK í einum færri leikjum en Þróttur Nes situr í 4. sæti með 8 stig í jafn mörgum leikjum.
Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og hafði KA betur í fyrri leiknum, 3-0, en Þróttur vann síðari leikinn eftir 5 æsispennandi hrinur. Því er um að gera að mæta og styðja strákana okkar í baráttu þeirra um efsta sætið!
Fyrri leikur liðanna er á miðvikudaginn 10. janúar klukkan 19:30 í KA heimilinu og verður sá leikur sýndur á SportTV fyrir þá sem ekki komast. Sá síðari verður á Neskaupstað laugardaginn 13. janúar klukkan 14.