Karlaliðið sigraði Aftureldingu 3-0

Karlalið KA sigraði Aftureldingu nokkuð örugglega í gær 3-0 (25:12, 25:20, 25:18). Ævarr Freyr einn besti leikmaður KA í vetur, meiddist á ökkla í fyrstu hrinu en KA menn létu það ekki slá sig út af laginu. Meiðsli hafa hrjáð fleiri leikmenn KA en Valþór Ingi og Sævar Karl hafa einnig verið meiddir undanfarið og ekki getað spilað með liðinu.  

Stigahæstir í liði KA voru Piotr Kempisty með 17 stig og Hristiyan Dimitrov og Vigfús Jónbergsson með 8 stig hvor. Stig vegna mistaka andstæðinga 31. 

Í liði Aftureldingar var Gunnar Pálmi Hannesson stigahæstur með 9 stig, en hann er nýfarinn úr KA og Ismar Hadziredzepovic með 7 stig. Stig vegna mistaka andstæðinga 27.