Öldungamót BLÍ verður haldið á Akureyri dagana 1. 3. maí n.k. Mótið sem hlotið hefur nafnið KALEIKUR er 39. öldungamót BLÍ og er þetta í áttunda sinn sem mótið er haldið á Akureyri.
Metþátttaka er í mótinu í ár, 154 lið eru skráð til leiks, 48 karlalið og 106 kvennalið. Spilað er í 22 deildum og verða 462 leikir spilaðir á mótinu. Til gamans má geta þess að þegar mótið var haldið í fyrsta sinn á Akureyri árið 1979 voru 7 lið skráð til leiks og voru það eingöngu karlalið. Það er því ljóst að blakáhuginn hefur aukist gríðarlega.
Leikið verður í Íþróttahöllinni, KA heimilinu, Síðuskóla og á fimmtudeginum er einnig spilað á Dalvík. Fyrslu leikir hefjast kl. 8:00 á morgnanna og er spilað fram á kvöld, síðustu leikir eru settir á kl. 21:30.
Það verður hörkukeppni í gangi og mikið fjör á pöllunum.
Hvet ykkur til að kíkja við, upplifa stemmninguna og horfa á skemmtilega blakleiki.