Dregið var í undanúrslitum bikarkeppni BLÍ á mánudaginn var. KA dróst á móti Fylki sem spilar í annarri deild. Liðið er sýnd veiði en ekki gefin en liðið er með marga reynda blakmenn innanborðs og sýndi m.a. hörkutakta um síðust helgi þegar það lagði 1. deildarlið HK 2-1 í forkeppni bikarsins.
Í karlaflokki mætast Þróttur R og Stjarnan í undanúrslitaleik 1 en sá leikur er settur á kl. 15.30. KA mætir Fylki í undanúrslitaleik 2 sem er settur á kl. 17.00. Sigurvegarar í undanúrslitaleikjunum mætast í úrslitum sunnudaginn 15. mars kl. 15.30.
Af gefnu tilefni var tilkynnt um að félögin í bikarkeppninni fá senda 100 boðsmiða til dreifingar í skólum. Blaksambandið tilkynnti jafnframt að aðgangseyrir verður kr. 1000 á dag og eru allir hvattir til að mæta í höllina og fylgjast með spennandi leikjum.