Piotr blokkar Massa - í bikarúrslitaleiknum 2008
KA-menn náðu góðum sigri gegn Þrótti, 3-2 í gær eftir mikinn barning. Einhver værð var yfir liðinu en góður endasprettur
bjargaði tveimur stigum í hús. Mikil forföll voru í röðum KA og greip Marek þjálfari til þess ráðs að kalla til leiks
ýmsa snillinga úr röðum öldungablakara. Má segja að þeir hafi staðið fyrir sínu en yngri spilarar fengu einnig sína eldskírn.
Marek notaði þretttán menn í leiknum og hlýtur það að vera Íslandsmet. Þróttur keyrði hins vegar allan leikinn á
sínum sex mönnum.
KA-Þróttur 3-2 (26-28, 28-26, 16-25, 25-15, 15-7)
KA menn byrjuðu leikinn þrælvel og nýju mennirnir Valur og Davíð Búi komu sterkir til leiks enda funheitir eftir að hafa verið búnir að
spila nokkrar hrinur fyrr um daginn. Þróttarar tóku svo góðan kipp, náðu að loka vel á Piotr og höfðu yfirhöndina fram í lok
hrinunnar. KA náði að jafna í 23-23 og 24-24 en þá komu fyrstu uppgjafirnar sem klikkuðu í hrinunni. Að auki gerðu menn slæm mistök
í sóknarleiknum og Þróttur vann fyrstu hrinuna 28-26.
Önnur hrinan var keimlík en Þróttur hafði yfirhöndina allan tímann. Svart var útlitið orðið í stöðunni 19-23 en
fjölmargir áhorfendur náðu með frábærum stuðningi að kveikja í þeim gulklæddu. KA-menn breyttu stöðunni úr 21-24
í 24-24 og lönduðu loks sigri 28-26.
Í þriðju hrinunni var KA aldrei með og Þróttur vann því örugglega 25-16. Á þessum tímapunkti hafði Marek reynt ýmsar
uppstillingar en erfiðlega gekk að slípa liðið saman. Enn gerði hann róttækar breytingar Piotr var settur í móttökuna og Fannar
Árnason og Kristján Valur Gunnarsson komu inn á. Eftir smá basl í upphafi hrinunnar og mikið mótlæti þar sem hver dómurinn á
fætur öðrum féll gegn KA var allt að verða vitlaust á pöllunum og inná vellinum. Sævar Guðmundsson uppspilari Þróttar sá
að þetta gat ekki gengið lengur. Hann tók á endanum fram fyrir hendur dómarans og dæmdi snertingu á sjálfan sig eins og menn gera gjarnan
á æfingum. Það hafði dómarinn ekki séð og því hafði hann dæmt Þrótti stig. Þessi drengilegu
viðbrögð Sævars verða að teljast einsdæmi og honum til mikils sóma. Allur þessi æsingur kveikti heldur betur í áhorfendum og
liðið hreinlega setti í fluggírinn. Fannar og Kristján tóku báðir nokkrar blokkir og kveikti það vel í öðrum
liðsmönnum sem hreinlega fóru hamförum. Davíð Búi og Piotr skiluðu nánast öllu í gólfið og KA vann fjórðu hrinuna
mjög auðveldlega 25-15.
Í oddahrinunni hélt flugeldasýning KA áfram og komst liðið í 8-0. Þá fóru menn aðeins að slaka á klónni og
endaði hrinan 15-7.
Leikurinn var fyrst og fremst skemmtilegur fyrir áhorfendur en liðið var ekki að spila sinn besta leik. Er það vel skiljanlegt miðað við
kringumstæður. Valli er búinn að yfirgefa galeiðuna og bræðurnir Jóhann og Hilmar voru báðir lasnir uppi í stúku. Því
var búið að hringla vel í liðinu. Gömlu mennirnir voru allir verulega flottir. Davíð Búi var eins og gamall herforingi á vellinum og
spilaði sérlega vel í afturlínunni. Hann sá líka til þess að menn héldu haus þegar allt var að sjóða uppúr. Valur
og Kristján Valur fundu sig vel á miðjunni en Addi jr náði sér aldrei í gang. Ungu strákarnir voru allir að standa sig ágætlega og
var Mývetningurinn Kristinn Björn Haraldsson bara helvíti flottur í frelsingjanum. Það var allavega ekki að sjá að hann hafði bara æft
blak í tvo mánuði. Árni var fínn í móttökunni og Daníel byrjaði ágætlega en datt svo út þegar á leikinn
leið. Fannar hins vegar byrjaði hálf illa en sótti sig svo um munaði og átti hreinlega stjörnuleik upp við netið á lokakaflanum.
Eitt voru þeir gömlu Íslandsmeistarar sem á leiknum voru sammála um. Þeim fannst sárvanta leikgleði í liðið og fannst menn ekki vera
að berjast almennilega saman sem liðsheild.
Stig KA og tölfræði úr leiknum:
Nafn
|
Stig
|
S-B-U
|
Uppgjöf
|
Móttaka
|
Sókn
|
Blokk
|
Vörn
|
Piotr
|
34
|
29-3-2
|
2-11-4
|
11-0-0
|
29-17-12
|
3-6-0
|
7
|
Davíð Búi |
15
|
14-1-0
|
0-19-1
|
22-4-1
|
14-12-3
|
1-0-1
|
9
|
Valur
|
11
|
6-5-0
|
0-10-4
|
0-0-0
|
6-7-2
|
5-5-1
|
2
|
Filip
|
8
|
5-3-0
|
0-16-3
|
0-0-1
|
5-5-1
|
3-3-0
|
7
|
Kristján
|
6
|
2-3-1
|
1-7-0
|
0-0-1
|
2-1-0
|
3-3-0
|
1
|
Fannar
|
5
|
2-3-0
|
0-3-0
|
3-3-1
|
2-5-3
|
3-2-0
|
1
|
Árni
|
3
|
0-1-2
|
2-9-1
|
20-3-0
|
0-2-4
|
1-4-0
|
4
|
Daníel
|
3
|
2-0-1
|
1-6-1
|
0-0-0
|
2-4-2
|
0-0-0
|
0
|
Sigurbjörn
|
1
|
0-1-0
|
0-0-0
|
0-0-0
|
0-0-0
|
1-0-0
|
0
|
Kristinn
|
0
|
0-0-0
|
0-0-0
|
3-8-1
|
0-0-0
|
0-0-0
|
10
|
Addi jr.
|
0
|
0-0-0
|
0-3-0
|
0-0-0
|
0-1-2
|
0-0-0
|
0
|
Arnar
Páll
|
0
|
0-0-0 |
0-0-1 |
0-0-0 |
0-0-0 |
0-0-0
|
0
|
Andri
Már
|
0 |
0-0-0 |
0-1-1 |
0-0-0 |
0-0-0 |
0-0-0 |
0 |