KA leikur við Þrótt R um helgina í mfl. karla og kvenna. Karlaleikirnir eru á föstudagskvöld kl. 20 og á laugardaginn kl. 14. Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir okkar menn enda berjast þessi lið um sæti í úrslitakeppninni.
Leikirnir í kvennaflokknum verða á föstudagskvöld kl. 21:30 og á laugardag kl. 16.
Þessir leikir eru síðustu leikir liðanna í deildinni - en auðvitað stefna karlarnir á sæti í úrslitum og þá fáum við fleiri heimaleiki. Hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á okkar fólki!