KA stelpurnar úr leik eftir annað 0-3 tap gegn Þrótti

KA og Þróttur léku annan leik sinn í úrslitakeppni Mikasa-deildarinnar í kvöld. Þróttur hafði yfirburði í fyrstu tveimur hrinunum og vann þær 13-25 og 11-25. Síðasta hrinan virtist ætla að vera á sömu nótum en í henni hrukku KA-stelpurnar allt í einu í gang og skoruðu hvert stigið á fætur öðru með Auði Önnu í fararbroddi. KA jafnaði loks 23-23 og komst svo yfir 24-23. Eftir æsilegan lokakafla þer sem hjólhestaspyrna Birnu Bald var hápunkturinn náðu Þróttarar loks að innbyrða sigur 26-28.

KA-liðið er nú komið í sumarfrí en Þróttur fer í úrslit um íslandsmeistaratitilinn.