Alls voru 46 lið skráð til leiks á Íslandsmótið í blaki sem fram fór í KA-heimilinu og Höllinni um helgina. Keppt var í 4. og 5. flokki pilta og stúlkna og stóð KA uppi sem sigurvegari í 4. flokki.
Þjálfari krakkanna er Hristiyan Dimitrov og krakkarnir í liðinu eru þau: Jóna Margrét Arnarsdóttir, Bríet Ýr gunnarsdóttir, Emelía Steindórsdóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir, Ester Rún Jónsdóttir, Ævar Freyr Valbjörnsson og Sigurjón Pétursson.
Á sama tíma og mótið fór fram fóru einnig fram landsliðsæfingar U16 ára liðs Íslands en þar eiga KA fjórar stúlkur, þær , Sóley Karlsdóttir, Ninna Rún Vésteinsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Andrea Þorvaldsdóttir
Friðrika Marteinsdóttir, mótstjóri hafði þetta um mótið að segja við blakfrettir.net: "Mótið gekk rosalega vel. Það voru reyndar svo mörg lið að við þurftum að redda okkur öðru húsi til að koma leikjunum fyrir en það gekk allt upp með góðu samstarfi keppenda, þjálfara og fararstjóra.
Svo voru rosalega flottar og skemmtilegar landsliðsæfingar í gangi sem var gaman að fylgjast með og flottur æfingahópur. Þjálfarateymið er líka frábært, allir svo jákvæðir og hvetjandi. Manni langar bara að vera 14 ára aftur.
Það eru allir svo jákvæðir og lausnamiðaðir á svona móti. Maður getur verið svo þreyttur og búinn á því þegar maður er að undirbúa mótið en svo þegar allt gengur upp og allir eru jákvæðir og allir að vilja gerðir til að láta hlutina ganga þá er þetta mjög gaman og það rifjast upp hvers vegna maður leggur á sig þessa vinnu"