Í dag tók karlalið KA á móti Aftureldingu í 8 liða úrslitum Bikarkeppninnar. KA menn, sem hafa titil að verja, mættu ákveðnir til leiks og sýndu það að þeim eru allir vegir færir. Góður leikur sem lauk með 3-0 sigri (25-15, 25-21, 27-25). Stigahæstu menn KA voru Ævarr Freyr með 16 stig, Piotr með 13 og Hristiyan og Marteinn með 9 hvor. Hjá Aftureldingu voru það Sigþór með 5 stig og Krzysiek, Ismar og Eduardo með 4 hver.
Strákarnir okkar eru þar með komnir í undanúrslitin sem fram fara í Laugardalshöllinni 19. mars. Úrslitaleikurinn fer fram þann 20. mars og að sjálfsögðu er markmiðið að verja titilinn þar.