KA-HK 2. flokkur - Nánar

Íslandsm. 2. fl. 2008. Af. r. fv. Marek Bernat, Hilmar Sigurjónsson, Kristján Valdimarsson, Hafstein…
Íslandsm. 2. fl. 2008. Af. r. fv. Marek Bernat, Hilmar Sigurjónsson, Kristján Valdimarsson, Hafsteinn Valdimarsson, Andri M. Sigurðsson, Valgeir Valgeirsson. Fr. r. fv. Árni Björnsson, Þorsteinn Guðmundsson, Arnar P. Siguðrsson, Jón S. Jónsson vantar á m

KA menn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki karla með því að leggja HK glæsilega í 3 hringum gegn engri (24-26) (21-25) og (12-25).

Sjá myndir af móttöku við heimkomuna. KA Íslandsmeistarar í 2. flokki 

Fyrsta hrina byrjaði brösuglega hjá KA og svo virtist sem KA menn væru ekki alveg vaknaðir. HK náði forustu og hélt henni fram yfir miðja hrinu og komust í 18-12. Þá fór Valgeir í uppgjafareitinn og tóku KA menn góða syrpu. Sneru leiknum sér í hag og komust í stöðuna 18-21. Allir leikmenn léku vel á þessum kafla og dreifði Árni uppspili vel bæði á kant og miðju.

Lokafafli leiksins var spennandi HK menn náðu að jafna í 24-24 en KA menn kláruðu næstu 2 stig þar sem Valgeir átti loka smassið og unnu hrinuna 24-26. KA menn hófu aðra hrinu svipað og þá fyrstu og hafði HK yfirhöndina fram yfir miðja hrinu og komust í stöðuna 18-15. Marek hafði þá klárað bæði sín leikhlé. Skilaði það greinilega tilætluðum árangri því KA drengir snéru leiknum sér í hag og innbyrtu sigur 21-25 þar sem Kristján setti boltann í gólfið í lokastiginu.

Eftir brösugar byrjanir í fyrstu tveimur hrinunum þá byrjaði KA vel í þriðju hrinu. Árni var í uppgjafareit og komst KA í 0-6. KA hélt sínu striki alla hrinuna, spilaði vel og skiluðu kantsmassarar Hilmar og Valli sínum hlutverkum vel. Auk þess þéttist hávörnin sem lokaði á sóknir HK manna. Valgeir kláraði leikinn með góðu smassi og öruggur sigur í höfn 12-25 og þar með leikurinn 0-3.

Hilmar var öflugur í smössunum en allir leikmenn KA skiluðu sínu og því betur eftir sem á leikinn leið. KA liðið var skipað þeim: Árna Björnssyni, Valgeiri Valgeirssyni, Hilmari Sigurjónssyni, Andra Má Sigurðssyni, Arnari Páli Sigurðssyni, Hafsteini Valdimarssyni og Kristjáni Valdimarssyni.