KA menn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki karla með því að leggja HK glæsilega í 3 hringum gegn engri (24-26) (21-25) og (12-25).
Fyrsta hrina byrjaði brösuglega hjá KA og svo virtist sem KA menn væru ekki alveg vaknaðir. HK náði forustu og hélt henni fram yfir miðja hrinu og komust í 18-12. Þá fór Valgeir í uppgjafareitinn og tóku KA menn góða syrpu. Sneru leiknum sér í hag og komust í stöðuna 18-21. Allir leikmenn léku vel á þessum kafla og dreifði Árni uppspili vel bæði á kant og miðju. Lokafafli leiksins var spennandi HK menn náðu að jafna í 24-24 en KA menn skiluðu kláruðu næstu 2 stig þar sem Valgeir átti loka smassið og unnu hrinuna 24-26KA menn hófu aðra hrinu svipað og þá fyrstu og hafði HK yfirhöndina fram yfir miðja hrinu og komust í stöðuna 18-15. Marek hafði þá klárað bæði sín leikhlé. Skilaði það greinilega tilætluðum árangri því KA drengir snéru leiknum sér í hag og innbyrtu sigur 21-25 þar sem Kristján setti boltann í gólfið í lokastiginu.Eftir brösugar byrjanir í fyrstu tveimur hrinunum þá byrjaði KA vel í þriðju hrinu. Árni var í uppgjafareit og komst KA í 0-6. KA hélt sínu striki alla hrinuna, spilaði vel og skiluðu kantsmassarar Hilmar og Valli sínum hlutverkum vel. Auk þess þéttist hávörnin sem lokaði á sóknir HK manna. Valgeir kláraði leikinn með góðu smassi og öruggur sigur í höfn 12-25 og þar með leikurinn 0-3. Hilmar var öflugur í smössunum en allir leikmenn KA skiluðu sínu og því betur eftir sem á leikinn leið.KA liðið var skipað þeim : Árna Björnssyni, Valgeiri Valgeirssyni, Hilmari Sigurjónssyni, Andra Má Sigurðssyni, Arnari Páli Sigurðssyni, Hafsteini Valdimarssyni og Kristjáni Valdimarssyni.