KA ER ÍSLANDSMEISTARI EFTIR 3-0 SIGUR Á HK

Íslandsmeistarar eftir 19 ára bið
Íslandsmeistarar eftir 19 ára bið
KA tók þriðja titil sinn á jafnmörgum vikum fyrr í dag þegar liðið valtaði yfir HK í Kópavoginum. Sjálfur Íslandsmeistaratitillinn var í boði og má segja að aðeins annað liðið hafi mætt til leiks. Eftir klúður hjá HK í fyrstu hrinunni var allur vindur úr þeirra liði og KA þurfti engan toppleik til að kjöldraga Kópavogspilta. Flest gekk HK í mót og setja verður stórt spurningamerki við framkvæmd leiksins þar sem tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, voru ekki skráðir á leikskýrsluna þegar hún var undirrituð rétt fyrir leik. Sá fyrri þurfti að yfirgefa völlinn snemma í fyrstu hrinu og þurrkuðust þá öll stig HK út enda leikmaðurinn búinn að spila leikinn frá byrjun. KA-maðurinn Jóhann Eiríksson þurfti svo að yfirgefa varamannabekk KA um miðja aðra hrinu þar sem hann var ekki heldur skráður á skýrsluna. Settu þessi furðulegu uppátæki mikið mark á leikinn og HK-menn náðu sér aldrei í gang eftir að aðal stuðkarlinn þeirra var sendur upp í stúku.
KA-síðan var á staðnum og hélt úti beinni netlýsingu fyrir Adda Noregsfara. Netlýsinguna má lesa með því að ýta á Lesa meira.

HK-KA 0-3 (9-25, 11-25, 14-25)



Leikurinn varð aldrei sú skemmtun og spenna sem búist var við og meðal áhorfenda var ekkert stuð. HK byrjaði fyrstu hrinuna betur en KA komst brátt framúr og leiddi 6-8 í fyrsta leikhléinu. Í því uppgötvaðist að Valgeir Valgeirsson, fyrrverandi leikmaður KA var ekki á leikskýrslu. Þurfti hann því að yfirgefa völlinn auk þess sem öll stig HK voru þurrkuð út. KA-liðið var svo allt í einu komið í 0-10 og HK strákarnir einhvernveginn koðnuðu bara niður. Hilmar og Davíð Búi áttu góða spretti í hrinunni en Piotr skoraði aðeins tvö stig. Sama var svo upp á teningnum í annari hrinu. KA dreifði sínum sóknum vel og fór Filip að smassa og lauma sem vitlaus væri. HK stólaði nær eingöngu á hinn kornunga Orra Þór Jónsson en hann gerði full mörg mistök og þannig fékk KA slatta af ódýrum stigum. Þriðja hrinan var jöfn í byrjun en KA seig svo framúr og kláraði leikinn af fullum krafti.
Liðið var að spila vel í leiknum jafnt í sókn sem vörn og voru strákarnir greinilega mjög hungraðir og einbeittir. Þeir slökuðu aldrei á klónni eða duttu niður í kæruleysi þrátt fyrir litla mótspyrnu frá HK. Ástæða er að óska öllum stuðningsmönnum liðsins, allt frá Ólafsvík til Norðfjarðar og alla leið til Noregs innilega til hamingju með árangurinn í vetur. KA sannaði það í úrslitakeppninni að þar fer besta lið landsins og skilaði það langþráðum titlum í hús. KA varð síðast deildarmeistari 1994, síðast bikarmeistari 1992 og Íslandsmeistari 1991. Áfram KA.

Maður leiksins: Filip. Átti snilldartakta upp við netið og fór oft illa með andstæðingana.

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Filip

12

10-1-1

1-15-0

0-0-0

10-5-1

1-2-0

2

Hilmar

11

9-1-1

1-11-0

0-0-0

9-3-2

1-3-0

6

Piotr

11

10-1-0

0-6-2

3-1-0

10-6-3

1-4-0

4

Valur

10

7-2-1

1-6-0

0-0-0

7-1-0

2-0-0

1

Davíð Búi

8

6-0-2

2-7-0

12-1-0

6-3-1

0-0-0

3

Kristján

1

1-0-0

0-11-0

0-0-0

1-0-0

0-2-0

1

Árni

0

0-0-0

0-0-0

7-2-0

0-0-0

0-0-0

6

Fannar

0

0-0-0

0-0-1

0-2-1

0-0-0

0-0-0

0

Daníel

 0

 0-0-0

 0-3-1

  0-0-0

 0-0-0

 0-0-0

1

 Arnar Páll  0  0-0-0 0-1-0  0-0-0  0-0-0  0-0-0 0
 Kristinn   0   0-0-0 0-2-0  0-0-0   0-0-0   0-0-0 0



Hér má lesa netlýsinguna en athugið að byrja þarf að lesa hana neðanfrá.

KA-síðan þakkar fyrir sig og óskar öllum stuðningsmönnum liðsins til hamingju. Fjallað verður um leikinn seinna í kvöld í máli og myndum en nú fer ég að fylgjast með úrslitakvöldi Músíktilrauna.
Þriðju hrinunni lauk með 14-25 sigri KA.
Kiddi sveitastrákur er kominn inná.
Filip er komin með 10 stig í sókn.
Það er eins og KA ætli að hafa þetta. Það er þó miklu meira en nóg eftir en mikið þarf að breytast hjá Kópavogspiltum ef þeir ætla að snúa leiknum sér í hag.
Þetta mallar ágætlega eins og er. Enn er HK að gera mistök. 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Annari hrinu er lokið og fór hún 11-25 fyrir KA. KA er nú einni hrinu frá Íslandsmeistaratitlinum og nú er eins gott að halda haus og hamra járnið á meðan það er heitt.
Arnar Páll og Fannar eru mættir til leiks. HK er enn úti á túni.
Nú er Jóhann Eiríksson sendur upp í stúku. Ritarar leiksins eru ekki að standa sig og hafa misritað skýrsluna. Ábyrgðin er þó fyrirliðanna.
KA heldur sama striki. HK-menn eru bara ekki mættir til leiks. Þeir gera allt of mörg mistök og móttaka þeirra er flekar léleg.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Fyrstu hrinu er lokið og þar vann KA 9-25.
HK-strákarnir eru enn að jafna sig og KA virðist ætla að fá fyrstu hrinuna gefins.
Allt er stopp og mikil rekistefna er við ritaraborðið. Valli er ekki á skýrslu og þarf því að fara upp í stúku. Hörmuleg mistök hjá HK. Öll stig HK þurrkast út.
KA byrjaði ekki nógu vel en HK er búið að gera nokkur mistök núna svo KA leiðir.
Búið er að stækka stúkuna og nú komast 88 manns fyrir í henni.
Nú fer leikurinn að hefjast og liðin eru að hita upp. Stúkan er nánast stappfull og setið í 44 sætum af 66.