Þann 29. desember klukkan 19.00 mun Blakdeild KA halda stórskemmtilegt jólablakmót og eru allir velkomnir. Fyrirkomulag mótsins er þannig að dregið verður í lið fyrir hverja hrinu og er hver hrina er 15 mínútur. Skráð eru þau stig sem liðið fær og í lokin standa uppi tveir sigurvegarar. Styrkleikaraðað verður í lið.
Nú er tilvalið fyrir fólk sem hefur gaman af blaki að hittast og sprella saman. Einnig er þetta tilvalið fyrir þá sem eru með mikið keppnisskap að fá tækifæri að sýna hver er bestur í blaki :)
Spilað verður frá 19:00 - 22:00.
Þátttökugjald er 2000 kr.
Skráning lokar 28.desember.