Nú styttist í jólin og langar okkur í Blakdeild KA að bjóða öllum yngriflokkum og þeim sem hafið verið í íþróttaskólanum að koma og vera með okkur á hinni hefðfðbundnu jólaæfingu. Hún verður þriðjudaginn 16. desember kl. 18:00-19:30 í KA-heimilinu. Við hvetjum ykkur öll til að mæta og taka foreldra, systkini og vini með ykkur. Þar verður að vanda æsispennandi keppni þar sem allir verða með – líka mömmur og pabbar!
Á eftir um kl. 19:30 ætlum við að bjóða upp á kakó – og gaman væri ef allir kæmu með eitthvað smáræði með sér til að leggja á hlaðborð; smákökur, mandarínur eða hvaðeina sem ykkur dettur í hug!
Sjáumst hress (í jólasveinabúningum) á þriðjudaginn!