Íslandsmeistararnir í dag (smelltu á myndina til að sjá stærri útg.)
Móttaka til heiðurs m.fl. karla í blaki, sem í gærkvöldi urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð, var í KA -
Heimilinu í dag. Þar gáfu þau Hrefna G. Torfadóttir formaður og Sigurbjörn Sveinsson nýr varaformaður strákunum blóm frá
félaginu. Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar var einnig viðstaddur og tók til hann til máls og óskaði hann þeim til hamingju
með það mikla afrek að ná að verja alla titlana þrjá, bikar-, deildar- og íslandsmeistaratitilinn.
Gunnar Garðarsson formaður Blakdeildar tók einnig til máls og kom það m.a. fram í máli hans hversu framtíðin væri björt hjá
blakdeildinni en mikið af ungu og efnilegu blakfólki er að koma upp. Veitti hann nokkrum strákum sem hafa fengið að spreyta sig með m.fl. í vetur
medalíur að því tilefni. Þeir eru allir á aldrinum 14 - 16 ára og eru þeir allir mjög efnilegir.
Það er semsagt mikið stuð á blakörunum í KA þessa dagana!
Til hamingju - Áfram KA!