HK stúlkur höfðu betur í báðum leikjum helgarinnar

Fyrri leikur KA og HK fór fram Í KA-heimilinu á föstudagskvöldið og fagnaði HK sigri 3-0 (25:8 25:20 og 25:13). KA byrjaði bet­ur í 1. hrinu og komst í 3:0 en HK stúlkur sneru þá leiknum við og unnu örugglega 25:8. Í 2. hrinu byrjuðu HK stúlkur mun betur og komust í 5:0 en þá tóku KA stúlkur góðan sprett og náðu forystunni upp að stöðunni 13:11 en þá sigldu HK stúlkur aftur framúr og unnu hrinuna 25:20. Í 3. hrinu var jafnt upp í 7:7 en þá seig HK fram úr með sterk­um upp­gjöf­um og komust í 16:8 og 19:9 og vann hrin­una 25:13. Stiga­hæst­ar í liði KA voru Hólm­fríður Ásbjarn­ar­dótt­ir með 5 stig og Jó­hanna Kristjáns­dótt­ir með 4 stig í liði HK var Elísa­bet Einarsdóttir stiga­hæst með 18 stig, Ingi­björg Gunn­ars­dótt­ir með 10 stig og Guðný Rut Guðmunds­dótt­ir með 6 stig.

Seinni leikurinn fór fram í KA-heimilinu á laugardaginn og fagnaði HK aftur sigri 3-0 (25:10 25-12 og 25-16). HK byrjaði fyrstu hrinuna betur og komst í 13-1 og vann hana auðveldlega. Í annari hrinu náði KA sér á strik um miðbik hrinunnar en HK var einfaldlega sterkari aðilinn. Í þriðju hrinu var það sama upp á teningnum og þrátt fyrir góða spretti KA þar sem móttakan komst í lag og sóknin í kjölfarið var sá kafli of stuttur. Lið HK náði sterkum sóknum og var með virkilega góðar uppgjafir þannig að leikurinn var þeim á endanum tiltölulega þægilegur.  Lið HK var mjög jafnt í þessum leik og spilaði vel en hjá KA átti Hildur Davíðsdóttir mjög góðan leik. Stigahæstar í liði KA voru Hólmfríður Ásbjarnardóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir og Hildur Davíðsdóttir með 4 stig hver. Í liði HK var Herborg Leifsdóttir með 12 stig, Elísabet Einarsdóttir með 10 stig og Ingibjörg Gunnarsdóttir með 9 stig.