HK hirti stigin um helgina

Úr leik KA og HK í dag. Myndina tók Harpa Ævarrsd.
Úr leik KA og HK í dag. Myndina tók Harpa Ævarrsd.

Karlalið KA lék báða heimaleiki sína við HK um helgina.

HK hafði betur í báðum leikjunum. Fyrri leikur liðanna fór fram á föstudagskvöldið og lauk honum með sigri HK 3 – 0 (25-23, 25-20, 25-18). Oftar en ekki hafa þessi lið átt bæði skemmtilega og spennandi leiki en þessi leikur var með daufasta móti og var mjög áberandi hversu margar uppgjafir fóru forgörðum hjá báðum liðum. Okkar menn náðu ekki að stilla saman strengi í leiknum og því fór sem fór.   

Seinni leikur liðanna fór fram í dag, laugardag, og lauk honum líka með sigri HK en nú 3-1 (25-19, 26-24, 23-25, 25-21). Þessi leikur var miklu skemmtilegri á að horfa og barátta beggja liða mikil og mörg löng rally í leiknum. Stigahæstu menn hjá KA voru Hristiyan með 24 stig, Ævarr Freyr 15 stig og Filip og Marteinn með 9 hvor. Hjá HK voru það Andreas Hilmir með 16 stig, Kjartan Fannar með 10 og Ágúst Máni með 8.