Fyrstu leikir Hildar í A-landsliðinu

Hildur Davíðsdóttir
Hildur Davíðsdóttir

A-landslið kvenna tók þátt í NOVOTEL CUP í Luxemborg nú í byrjun árs. Þetta er í annað sinn sem liðið tekur þátt í þessu móti og kom liðið heim með brons í farteskinu. Fulltrúi okkar í liðinu var Hildur Davíðsdóttir og voru þetta hennar fyrstu leikir í A-landsliði en hún hefur áður átt sæti í U17 og U19 landsliðunum. Við óskum henni til hamingju með árangurinn.

Karlalandsliðið tók einnig þátt í mótinu en fulltrúar okkar gátu ekki tekið þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum.