Kvennalið KA tekur á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik tímabilsins. Leikurinn fer fram í KA-heimilinu á sunnudaginn kl. 14:00. Við hvetjum alla til að mæta á pallana og hvetja stelpurnar!
Fyrir þá sem eru fjarri og komast ekki til að horfa þá bendum við á að á heimasíðu Blaksambands Íslands www.bli.is er að finna tengilinn Mizunodeild kvenna og þar má fylgjast "live" með stöðunni en nú í haust var tekið í notkun nýtt rafrænt skráningarkerfi þar sem stigin uppfærast jafnóðum á vefnum.