Kvennalið KA og Fylkis áttust við í Mizuno-deildinni um helgina. Mikil barátta var í þeim leik og fór svo að gestirnir höfðu sigur eftir ótrúlegar sviptingar í oddahrinu. KA leiddi hrinuna og lengi vel og komust t.d. í 8 1 en þá hrukku Fylkiskonur í gírinn og sigruðu 13 15. Hinar hrinurnar fóru 25-20, 20-25, 25-16 og 12-25. Stigahæstar heimakvenna voru Ásta Harðardóttir með 16 stig, Birna Baldursdóttir með 15 og Alda Ólína Arnarsdóttir með 14. Hjá gestunum var Rachel Dunlap langstigahæst með 28 stig.