BLÍ tilkynnti í dag um landsliðshópa sem taka þátt í næstu verkefnum BLÍ. Þar á KA fjóra fulltrúa. Það eru þau Hulda Elma Eysteinsdóttir, Ævarr Freyr Birgisson, Valþór Ingi Karlsson og Filip Szewzcyk.
Mörg verkefni eru framundan hjá liðunum en karlalandsliðið á fyrsta leik 12. maí í Reykjavík en heldur svo til Frakklands að kvöldi 22. maí í undankeppni HM og endar svo á Smáþjóðaleikunum í San Marinó.
Kvennaliðið fer í 2. umferð HM í Póllandi, til San Marino á Smáþjóðaleika og í úrslit EM smáþjóða.
Við óskum fjórmenningunum kærlega til hamingju með þetta, þau eru flottir fulltrúar KA.