Fjórar KA stúlkur á leið til Danmerkur

Andrea, Sóley, Ninna Rún og Jóna Margrét.
Andrea, Sóley, Ninna Rún og Jóna Margrét.

Þessar ungu bráðefnilegu KA blakstúlkur eru komnar til Reykjavíkur þar sem þær munu æfa stíft með U16 landsliðinu fram á laugardag og halda svo á vit ævintýranna til Danmerkur snemma á sunnudagsmorgun. Þar munu þær keppa fyrir hönd Íslands í undankeppni EM í Brøndby dagana 19.-21. desember ásamt drengjalandsliði u17. Þetta eru þær Andrea Þorvaldsdóttir, Sóley Karlsdóttir, Ninna Rún Vésteinsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir. Við óskum þeim góðs gengis og ferðar! Hér er linkur inn á mótið: https://www.facebook.com/CEVNEVZAU16U17/