Þessar ungu bráðefnilegu KA blakstúlkur eru komnar til Reykjavíkur þar sem þær munu æfa stíft með U16 landsliðinu fram á laugardag og halda svo á vit ævintýranna til Danmerkur snemma á sunnudagsmorgun. Þar munu þær keppa fyrir hönd Íslands í undankeppni EM í Brøndby dagana 19.-21. desember ásamt drengjalandsliði u17. Þetta eru þær Andrea Þorvaldsdóttir, Sóley Karlsdóttir, Ninna Rún Vésteinsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir. Við óskum þeim góðs gengis og ferðar! Hér er linkur inn á mótið: https://www.facebook.com/CEVNEVZAU16U17/