Fimm frá KA tilnefndir í lið fyrri hluta Mizuno-deildanna

Fimm einstaklingar frá KA eru tilnefndir í lið fyrri hluta mótsins í Mizunodeild karla og kvenna.

Lið ársins, eða fyrri hluta mótsins, verður gert opinbert eftir hádegi í dag. Það eru fyrirliðar og þjálfarar sem velja í liðin. Þátttaka í kjörinu var góð þar sem flest liðin í deildinni skiluðu inn atkvæðaseðlum. Nokkur spenna er um valið í hverja stöðu en hafa ber í huga að hér er um að ræða fyrri hluta tímabilsins. Í vor er síðan aftur kjör um lið ársins og tímabilið þá tekið í heild. 

Þeir sem eru tilnefndir frá KA eru: Valþór Ingi Karlsson, Ævarr Freyr Birgisson, Filip Szewczyk og Hristyan Dimitrov. Þá er Hulda Elma Eysteinsdóttir einnig tilnefnd.

Heimasíða KA mun greina frá úrslitum kjörsins þegar það er klárt.