Kvennaliðinu okkar gekk ekki vel á nýliðinu bikarmóti sem fram fór í KA heimlinu og tapaði öllum sínum leikjum. Þess ber þó að geta að það vantaði tvo lykilleikmenn liðsins þær Auði og Gúðrúnu Jónsdætur sem voru báðar með flensu og mátti liðið illa við fjarveru þeirra. Í staðinn fyrir þær komu inn í liðið tvær bráðefnilegar 13 ára stúlkur úr 4 flokki og stóðu þær sig mjög vel.