Íslandsmeistarar Blakdeildar KA 1989. Á myndina vantar Einar Sigtryggsson
Árið 1989 vann karlalið KA sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í blaki. Af tilefni þess að 20 ár eru liðin
síðan þessi ánægjulegi viðburður átti sér stað hefur stjórn Blakdeildar KA boðið leikmönnum sem unnu þennan
titil að koma á leikinn í MIKASA deildinni milli KA og Þróttar Rvk. karla sem fram fer í KA heimilinu laugardaginn 21. nóvember kl. 17:00.
Fyrir leikinn verður stutt athöfn þar sem þessir leikmenn KA verða heiðraðir og mun Sigurður Harðarsson, sem áður var bæði
stjórnarmaður og þjálfari hjá Blakdeild KA, flytja stutt erindi.
Þess má geta að það er sérlega ánægjulegt að fá Þróttara
í heimsókn af þessu tilefni en KA barðist einmitt við þá um Íslandsmeistaratitlana á þessum árum 1989-1992.
Við vekjum einnig athygli á því að frá kl. 19:00 á föstudaginn 20. nóv. og fram
eftir degi á laugardaginn 21. heldur KA sitt árlega opna blakmót í KA heimilinu. Þar mun fjöldi liða frá KA spila og er útlit
fyrir að liðin verði alla vega 7 talsins, bæði öldunglið og yngri leikmen - sem er met þátttaka frá KA á þessu
móti. Það er því ljóst að starfsemi Blakdeildar KA blómstar sem aldrei fyrr.
Það verður sem sagt nóg um að vera í blakinu um næstu helgi. Við hvetjum ykkur til að fjölmenna á KA-Þróttur Rvk. leikinn og Opna KA mótið og gera þetta að ánægjulegri
stund með okkur. Þið megið gjarnan segja frá þessum viðburði og hvetja fólk til að koma á leikinn. Með fylgir auglýsing
sem mun birtast í N4 dagskránni á morgun.
Þess má geta það er að venju frítt inn fyrir alla á Opna KA-mótið en
selt er inn á leikinn í Mikasa deildinni eins og jafnan. Allar upplýsingar um Opna KA- mótið má finna á www.blak.is.
Sjáumst um helgina