Eiríkur Jóhannson nýr formaður knattspyrnudeildar

Sl. föstudagskvöld var haldin afar fjölmennur auka aðalfundur hjá knattspyrnudeild þar sem fram fóru stjórnarskipti og eftir þau var fundir frestað fram í febrúar n.k. 

Ástæða fyrir stjórnarskiptum nú er sú að framundan er vinna við samningsgerð við leikmenn og annað í þeim dúr. Fráfarandi stjórn þótti ekki eðlilegt að gera samninga sem væri svo ekki verk þeirrar stjórnar að standa við. Nýir menn ættu að fá frjálsar heldur. 

Úr stjórn gengu Halldór Aðalsteinsson, Sævar Helgason, Eggert Sigmundsson, Jóhann Sigurðsson og Gunnar Níelsson. Nýja stjórn skipa Eiríkur Jóhannsson formaður, Hjörvar Maronsson, Gunnlaugur Eiðsson, Davíð Búi Halldórsson, Anna Birna Sæmundsdóttir og Róbert M Kristinsson.